fbpx

Almennir skilmálar

Pantanir

Pöntun er staðfest um leið og greiðsla hefur borist. Kaupanda er send staðfesting í tölvupósti.

​Starfsmenn Blómamarkaðarins sjá um að keyra út og afhenda vörur.

Óski viðskipavinur eftir því að sækja vöru, er hægt að hafa samband við Blómamarkaðinn og fá nánari upplýsingar um hvar hægt sé að nálgast vöruna.

​Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Enginn sendingarkostnaður bætist við sé heildarverðmæti pöntunar yfir 15.000kr.

​Afhendingartími vöru er sem hér segir og er afgreidd eftir að pöntun berst og greiðsla hefur verið staðfest (að því gefnu að vara sé til). Einungis er sent heim á virkum dögum.

Sendingar innan Hveragerðis afgreiddar á mánudögum og fimmtudögum. Sendingarkostnaður 750 kr.
Sendingar innan Höfuðborgarsvæðisins afgreiddar á mánudögum og fimmtudögum. Sendingarkostnaður 1.500 kr.
Sendingar á Suðurland(Selfoss, Þorlákshöfn, Hella, Hvolsvöllur) afgreiddar á mánudögum og fimmtudögum. Sendingarkostnaður 1.500 kr.

Sendingar á Reykjanes(Vogar, Grindavík, Reykjanesbær, Suðurnesjabær) afgreiddar á mánudögum og fimmtudögum. Einungis hægt að panta sé keypt fyrir 7.000kr. eða meira. Sendingarkostnaður 2.000 kr.

Ef pöntun er fyrir 20.000kr. eða meira fer heimsending fram samdægurs, sé pantað fyrir kl. 15:00.Einungis er sent heim á virkum dögum.

Afhending fer að jafnaði fram eftir klukkan 15:00 á daginn. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu fyrir heimsendingar.

Sérpantanir

​Blómamarkaðurinn tekur að sér að sérpanta vörur frá ýmsum garðyrkjustöðvum. Við ráðleggjum viðskiptavinum að hafabeint samband við okkur til að ganga frá pöntunum.

Sérpantanir geta tekið mislangan tíma í afgreiðslu. Farið er fram á 50% innborgun þegar varan er pöntuð og afgangurinn greiddur þegar varan er afhent, sérpöntunum er ekki hægt að skila.

Sendingarkostnaður

​Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er 750 kr. innan Hveragerðisbæjar, 1.500 kr. á Höfuðborgarsvæðinu, Selfoss, Þorlákshöfn, Hella og Hvolsvöllur og 2.000 kr. á Reykjanes sé pantað fyrir 7.000 kr. eða meira.

Aðrar upplýsingar

​24% VSK er innifalinn í verði varanna á síðunni. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Blómamarkaðurinn sér rétt til þess að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Vinsamlegast athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara.

​​Vörum öðrum en blómum og plöntum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé ónotuð/óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt kaupverð vörunnar.  ATH. Útsölu/tilboðs vörum fást ekki skilað.  Ef öll ofangreind skilyrði eru uppfyllt þá fær kaupandinn annað hvort að skipta vörunni fyrir aðra vöru eða fær inneignarnótu. 

Blómamarkaðurinn býður uppá greiðslu með millifærlslu eða með korti í gegnum greiðslugátt síðunnar.

Ef greitt er með millifærslu fær viðskiptavinur upplýsingar með kennitölu og reikningsnúmeri Blómamarkaðarins. Pöntun er staðfest um leið og millifærsla hefur gengið í gegn, ef ekki er greitt innan tveggja daga telst pöntun ógild. Best er að staðfesta millifærslu með því að senda kvittun úr heimbanka á blom@blomamarkadurinn.is og gott er að pöntunarnúmer fylgi með í Tilvísun

​Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

Persónuupplýsingar

Ítrasta öryggis og fyllsta trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga notenda Blómamarkaðarins. Gögnum um notendur og viðskiptavini verður aldrei deilt þriðja aðila.

Markmið skilmála þessara er að tryggja að meðhöndlun Blómamarkaðarins á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði Persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins, GDPR.

Blómamarkaðurinn

Blómamarkaðurinn
Friðrik Sigurbjörnsson
Heiðmörk 45a
810 Hveragerði
kt. 010988-2419
VSK nr. 137368
blom@blomamarkadurinn.is
+354 888 6644

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Blómamarkaðnum á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

BACK TO TOP